Kæru nemendur og foreldrar
Þriðjudaginn 25. maí var síðasti kennsludagur í tónlistarskólanum okkar. Tónlistarkennararir eru nú í óða önn að ganga frá námsmatinu verður síðasti starfsdagur okkar á morgun. Við mætum aftur til starfa 17. ágúst, fílefld eftir bæði sumarfrí og endurmentun.
Þetta hefur verið viðburðaríkur vetur og höfum við þurft að þróa okkur í takt við þær kvaðir sem Covid-19 hefur sett okkur. Tónleikar hafa verið haldnir með ýmsu sniði - í streymi, með takmörkuðum fjölda áhorfenda, eða útbúnir sem kvikmynd - en einnig hafa viðburðir sem við höfum venjulega tekið þátt í verði felldir niður. Sem betur fer hafa tónlistartímar nemenda okkar raskast lítið þennan veturinn vegna Covid-19 eða veðurs.
Nú er sumarið komið með sól og yl og hlökkum við til næsta skólaárs fullviss um að Covid-19 sé hætt að torvelda okkur starfið. Ef þið eruð ekki búin að sækja um tónlistarnám fyrir næsta skólaár þá getið þið gert það hér.
Kærar þakkir fyrir samstarfið í vetur og gleðilegt sumar.