Klarínettunám

KlarinettKlarínett
Nemendum á klarínett stendur til boða að leigja hentug byrjendahljóðfæri.

Nokkur atriði varðandi nám á klarínettu

Klarínettan er mjög fjölhæft hljóðfæri. Hún er einkum notuð í klassískri tónlist en einnig í margs konar annarri tónlist. Tónsviðið er mikið ÷ tæplega fjórar áttundir ÷ og styrkleikasviðið einnig mjög breitt. Klarínettufjölskyldan er stór, 12 hljóðfæri talsins: As-sópranínóklarínetta, Essópranklarínetta, D-, C-, B-, A-klarínettur, A-bassetklarínetta, F-bassethorn, Es-altklarínetta, B-bassaklarínetta, Es-kontraaltklarínetta og B-kontrabassaklarínetta. Tónsvið klarínettufjölskyldunnar nær yfir um það bil sjö áttundir alls. Langalgengust þessara hljóðfæra er B-klarínettan en mikill meirihluti klarínettunemenda byrjar að læra á það hljóðfæri. A-klarínettan er oft notuð í klassískri tónlist og er því nauðsynleg langt komnum nemendum og atvinnuhljóðfæraleikurum. Einnig er æskilegt að nemendur á efri stigum kynnist og sérhæfi sig e.t.v. á eitthvert eftirtalinna hljóðfæra: Es-sópran, bassaklarínettu og bassethorn.

Flest börn geta hafið nám á B-klarínettu um 8-9 ára gömul, þó fer það eftir líkamsburðum og fingrastærð hvers og eins. Einnig eru fáanleg minni hljóðfæri, léttar og meðfærilegar C-klarínettur sem gefa nemendum möguleika á að byrja nokkru fyrr, eða um 7 ára aldur. Þeir sem byrja að læra á slík hljóðfæri geta síðan skipt yfir á venjulega B-klarínettu.

Aðalnámskrá tónlistarskóla, Tréblásturshljóðfæri. Bls. 101.