Við Tónlistarskóla Húsavíkur er kennt á mörg hljóðfæri og einnig er hægt að læra bæði klassískan og rymískan söng.
Tónlistarskólinn býður upp á tónlistarnám í hóp- og samkennslu fyrir 2.-5. bekk Borgarhólsskóla, 1.-7. bekk Öxarfjarðarskóla og elsta árgang leikskólans Grænuvalla.
Að öðru leyti fer tónlistarnám fram í einkatímum en einnig er hægt að deila kennslustund með öðrum nemanda sé þess óskað. Nemendur geta sótt um tónlistarnám í 60 mín., 40 mín., eða 30 mín á viku. Sótt erum um námið rafrænt á heimasíðu skólans.
Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla er tónlistarnámi skipt í þrjá megin áfanga; grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Hverjum námsáfanga fyrir sig líkur með áfangaprófi í hljóðfæraleik, söng og tónfræðigreinum.
Sjá nánar: Skólinn, Innritun, þjónustusamningur og skólagjöld.
Allir sem eru með lögheimili í Norðurþingi hafa aðgang að námi við tónlistarskólann en þeim sem eru ekki með lögheimili í Norðurþingi en vilja stunda nám við Tónlistarskóla Húsavíkur er bent á að tala við skrifstofu síns sveitarfélags til að kanna verklagsreglur þeirra þar að lútandi.