Þverflautunám

ÞverflautaÞverflauta
Tónlistarskólinn hefur til útleigu þverflautur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir unga byrjendur sem henta nemendum frá átta ára aldri.

Nokkur atriði varðandi nám á þverflautu

Algengast er að nemendur hefji þverflautunám 8-10 ára gamlir þó að dæmi séu um að nám hefjist fyrr. Ungum nemendum reynist oft erfitt að halda á þverflautu. Byrji nemendur mjög er nauðsynlegt að nota þverflautu með bognu munnstykki.

Mikilvægt er að nemandinn læri strax í upphafi að beita líkamanum á eðlilegan hátt og nái að halda flautunni í jafnvægi án áreynslu. Góð líkamsstaða stuðlar m.a. að opnum og óþvinguðum tóni.

Í þverflautufjölskyldunni eru fjórar flautur: piccoloflauta, c-flauta (venjuleg flauta), altflauta í g og bassaflauta í c. Enn dýpri flautur eru til en eru afar sjaldgæfar. Í framhaldsnámi er æskilegt að nemandinn fái að kynnast piccoloflautunni enda er hún mikið notuð bæði í sinfóníuhljómsveitum og lúðrasveitum. Einnig getur verið gott að kynnast altflautunni en hún er einkum notuð í 20. aldar tónlist.

Aðalnámskrá tónlistarskóla, Tréblásturshljóðfæri. Bls. 41.