BlokkflautaÖllum nemendum í 2. bekk er kennt á blokkflautu en einnig er boðið upp á reglulegt blokkflautunám í framhaldi af því.
Nám á Blokkflautu
Algengustu meðlimir blokkflautufjölskyldunnar eru sópranínó-, sópran-, alt-, tenór- og bassablokkflautur. Talsvert er til af kennsluefni og tónlist fyrir sópranblokkflautu en megnið af tónbókmenntum blokkflautunnar er fyrir altblokkflautu og því nauðsynlegt að nemendur hafi hana sem aðalhljóðfæri þegar á líður í náminu. Mikilvægt er að nemendur kynnist öðrum blokkflautum eftir því sem aðstæður og líkamsþroski leyfir.
Algengt er að nemendur hefji nám á sópranblokkflautu 6-7 ára gamlir, en 8-9 ára börn eru yfirleitt nógu stór til að hefja altblokkflautunám. Í upphafi blokkflautunáms kemur til greina að ungir nemendur stundi nám á sópranínóblokkflautu og skipti síðan yfir á stærra hljóðfæri með auknum líkamsþroska.
Mikilvægt er að vanda val á hljóðfærum og grundvallaratriði er að nemendur stundi nám á blokkflautur með barokkgripum, allt frá upphafi námsins.
Aðalnámskrá tónlistarskóla, Tréblásturshljóðfæri. Bls. 9.