Innheimta skólagjalda

Innheimtuferli skólagjalda Tónlistarskóla HúsavíkurTónlistarskóli Húsavíkur

Frá og með haustinu 2022 munu skólagjöld tónlistarskólans fara í gegnum greiðslumiðlunina Sportabler og því er nú hægt að nota frístundastyrk Norðurþings til að greiða niður skólagjöldin. Forráðamenn fara því inn í á sportabler.com/shop til að velja greiðslumáta skólagjaldanna, nota frístundastyrkinn og ganga frá greiðslunni. 

Greiðendur skólagjalda hafa til lok október á haustönn og út febrúar á vorönn til að ganga frá greiðslum skólagjalda en eftir það verða skólagjöld þeirra sem ekki hafa farið inn á sportabler til að ganga frá greiðslu skólagjalda, sent í innheimtu hjá motus.

Ekki hika við að koma í heimsókn eða hafa samband við okkur á skrifstofunni ef ykkur vantar aðstoð eða þið hafið spurningar varðandi þetta. 

Ef einhverjar spurningar vakna þá hafið samband á skrifstofu Tónlistarskóla Húsavíkur í síma 464-7290 eða á netfangið ritari@tonhus.is.

Gjaldskrá skólans