Stjórnarfundur Heiltóns 20. apríl 2021
Fundur haldinn heima hjá Jóhönnu formanni. Mættar eru auk hennar Helga Soffía, Jóhanna Svava og Soffía. Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri kom inn á fundinn og tekur þátt í gegnum Teams fundaforritið á netinu.
Jóhanna setur fundinn og gefur Guðrúnu orðið.
Tónlistarskólinn starfar nú í vetur, þrátt fyrir að SARS-CoV-2 vírusinn geysi um heimsbyggðina og sé á kreiki í samfélaginu. Guðrún minntist á jákvæðar afleiðingar covid 19, en dæmi um það er að tónleikum er streymt frá tónlistarskólanum og feimnir einstaklingar eiga kannski betra með að koma fram. Einnig er fjölda manns fært að hlusta í öðrum landhlutum eða heimsálfum ef því er að skipta. Guðrún p
Stjórnarfundur 30. mars 2022.
Haldinn að Stórhóli 7, Húsavík. Kl. 16:30. Mættar eru Adrienne Davis settur skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur, Soffía, Helga Soffía, Jóhanna Svava og Jóhanna S. Kristjánsdóttir.
Jóhanna S. K. formaður setti fundinn.
Adrienne fræddi um undanfarið kennsluár og helstu fréttir:
Uppskeruhátið Tónlistarskóla Húsavíkur fór fram 6. mars í sal skólans á Húsavík. Fram komu nemendur frá Húsavík og Lundi. Gengu tónleikar mjög vel. Dómnefnd valdi síðan 4 atriði sem komu fram í Hofi á Akureyri á svæðistónleikum þann 19. mars síðastliðinn. Nótan var ekki haldin með lokatónleikum í Hörpu þetta árið en svæðistónleikar voru haldnir um allt land. Vegna mikilla smita af völdum COVID-19 í samfélaginu þegar tónleikar voru haldnir þann 6. mars, setti Heiltónn ekki upp kaffíhús með vöfflukaffi í tengslum við tónleikana.
Kennsla var minni en til stóð þennan vetur vegna heimsfaraldurs COVID-19.
Auglýst var eftir skólastjóra við Tónlistarskóla Húsavíkur og hafa 4 sótt um. Umsóknarfrestur rann út 25. mars. Einnig var auglýst eftir kennurum við TH og nokkrir hafa sótt um.
Fundarmenn voru sammála um sem að mikil eftirsjá væri að Guðrúnu Ingimundardóttur fráfarandi skólastjóra TH. Hugmyndaflug, drifkraftur, skilningur á stöðu barna og ungmenna í nútímanum, tækniframfarir og góð samskipti og samvinna við aðra skóla og menntastofnanir voru meðal þess sem hún vildi nýta nemendum og skólanum í hag.
Fram kom í máli Jóhönnu S. K. að viðbrögð hefðu verið góð við valkvæðum árgjöldum í heimabanka. Adrienne ætlar að skoða kaup á mottum fyrir marimbaleikara til að standa á fyrir styrk frá Heiltóni.
Ákveðið var að halda aðalfund þann 20. apríl kl. 16:30 í kaffistofu TH. Auglýsing verður sett í staðarmiðil.
Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17:50.
Soffía B. Sverrisdóttir.
-------------------------------------
Fundargerd_Heiltons_adalfundur20220420
Aðalfundur Heiltóns, Hollvinasamtaka Tónlistarskóla Húsavíkur haldinn á kaffistofu Tónlistarskóla Húsavíkur á Húsavík kl. 16:30
Mættar úr stjórn eru Jóhanna S Kristjánsdóttir formaður, Soffía B. Sverrisdóttir ritari, Helgs Soffía Bjarnadóttir gjaldkeri, Jóhanna Svava Sigurðardóttir og Arna Þórarinsdóttir meðstjórnendur. Þrír aðrir mættu á fundinn.
Jóhanna S. K. setti fundinn og stjórnar samkvæmt dagskrá.
Formaður las skýrslu stjórnar sem síðan var samþykkt samhljóða.
Gjaldkeri fór síðan yfir reikninga samtakanna og þeir voru síðan samþykktir samhljóða.
Stjórn gaf öll kost á sér aftur, engin mótframboð komu fram og stjórn var kosin samhljóða.
Adrienne Davis settur skólastjóri TH fór yfir stöðu skólans. Starfsmenn eru nú 9 við skólann. Á þessum vetri fór kennsla fram á Húsavík og Lundi. Nemendur komu frá Raufarhöfn til náms í Lundi. Kennarar frá skólanum hafa einnig farið til Akureyrar og lengra til í Eyjafirði og kennt þar. Engin kennsla var í Mývatnssveit. Heimsfaraldur Sars-Covid 19 hafði mikil áhrif einnig síðasta vetur eins og veturinn á undan, þannig að kennsla var minni, en fjarkennsla kom að einhverju leiti á móti og upptökur á tónleikum.
Breyting varð á kennslu 3. bekkjar þannig að ekki var kennt á blokkflautu, heldur ýmis hljóðfæri í boði á haustönn og síðan eitt hljóðfæri valið eftir áramót.
Í haust voru tvennir tónleikar, kennaratónleikar og jólatónleikar. Eftir áramót voru tvennir tónleikar á Húsavík og einir í Lundi auk Uppskeruhátíðarinnar í mars sem voru einir tónleikar að þessu sinni. Vortónleikar eru á dagskrá. Ferð til Reykjavíkur með marimbahóp er einnig á áætlun í vor, auk flaututónleika og gítartónleika á Akureyri.
Jón Þorsteinn Reynisson kennir frá vorinu ekki lengur á harmoniku við TH og Piret Pajusaar er á leið í fæðingarorlof. Auglýst hefur verið eftir tveim kennurum og eru tveir nýir kennarar væntanlegir í haust. Einnig hafði verið auglýst eftir skólastjóra og er búið að ráða Guðna Bragason frá 1. júlí 2022.
Alls voru um 160 nemendur við skólann í vetur, eru þá grunnskólanemendur í skyldu og vali meðtaldir.
Almennar umræður spunnust um skort á tónleikasal á Húsavík og um kennslu í klassískri tónlist. Einnig umræða um félagafjölda í Heiltóni og aðferðir til að fjölga meðlimum.
Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17:30
Soffía B. Sverrisdóttir, ritari
antaði myndavél með hljóðnema til að nota við tónleika sem er streymt. Vélin er nýkomin og bíður þess að vera prófuð.
Starfið í skólanum gengur vel. Skólastjóri sótti um til uppbyggingarsjóðs og fékk tvo styrki úr sjóðnum. Þessir styrkir eru notaðir í tvö verkefni. Annað þeirra kallast „Af hjartans list“. Um er að ræða uppsetningu á söngleik. Elvar Bragason æfir krakka í Lundi og Raufarhöfn og fer austur einu sinni í viku. Tónlistarkennararnir Ervin og Piret æfa einnig krakkana í tónlistartímum sínum í Lundi og í fjarkennslu. Hitt verkefnið kallast „Í stuði saman“ og er samstarf allra tónlistarskóla í Þingeyjarsýslum. Krakkar koma í húsnæði Tónsamiðjunnar á Húsavík þar sem Elvar Bragason æfir samspilið, en tónlistarkennarar krakkana kenna þeim að spila lögin í tónlistartímum sínum í tónlistarskólunum. Áætlaðir eru lokatónleikar í Húsavíkurkirkju í vor þar sem krakkarnir í verkefninu „Í stuði saman“ taka þátt í vorhátíð tónlistarmanna Tónasmiðjunnar. Tónleikarnir verða til styrktar Húsavíkurkirkju.
Tónlistarskólinn stóð nýlega fyrir því að öll píanó og flyglar TH á Húsavík, í Öxarfjarðarskóla, Grunnskóla Raufarhafnar og í félagsheimilinu Hnitbjörgum voru stillt. Hugmyndir eru um að halda tónleika á vegum TH í Hnitbjörgum, félagsheimilinu á Raufarhöfn.
Rytmískt tónlistarnám hefur verið í uppbyggingu í TH og ný námsleið er í burðarliðnum í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri þar sem fjölbreytt dægurlaga- og popptónlist er í aðalhlutverki. Í vetur stóð til að nemendur TH myndu taka þátt rytmískum vinnustofum Tónlistarskólans á Akureyri en covid faraldurinn kom í veg fyrir það.
Á vorönn var nemendum TH, sem hafa stundað nám við skólann í nokkur ár, boðið að taka grunnnáms tónfræðiáfanga á netinu. Níu nemendur skráðu sig í námið og tóku þeir allir glimrandi miðpróf í síðasta mánuði. Grunnnám í tónfræði er þarna skipulagt sem tveggja anna nám svo þeir nemendur sem ljúka framhalds áfanganum á haustönn taka grunnpróf í tónfræði.
Samstarf með tónlistarskólum á Norðurlandi hefur aukist mikið síðustu árin og hittast tónlistarkennarar á Norðurlandi til að halda sameiginleg námskeið á starfsdögum að vori og hausti. Tónlistarskólakennarar frá Skagafirði til Raufarhafnar munu hittast á Akureyri á starfsdegi í vor ef gefur vegna covid-19.
Fram kom að ýmsar nýjar hugmyndir eru um starf tónlistarskólans í grunnskólanum og skipulag þess. T.d. að í stað þess að velja sér eitt hljóðfæri í byrjun vetrar í 3. bekk, fái krakkarnir að kynnast nokkrum hljóðfærum um haustönn og velji sér síðan eitt til að læra á á vorönn.
Ásta Magnúsdóttir er á förum frá grunnskólanum og þörf er því á nýjum tónmenntakennara til skólans.
Line Werner hættir starfi við TH í sumar eftir margra ára farsælt starf. Hennar verður sárt saknað.
Fram kom á fundinum að Heiltónn er búinn að greiða styrk fyrir „bluetooth“ hátalara sem keyptir voru á síðasta ári.
Stefnt er að aðalfundi 3. júní næstkomandi.
Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17:30.
Soffía B. Sverrisdóttir, ritari.
---------------------------------------------------
Fundargerd_Heiltons_20210603_adalf
Aðalfundur Heiltóns haldinn í Kaffistofu Tónlistarskóla Húsavíkur kl. 16:30 þann 3. júní 2021. Vegna heimsfaraldurs corona veirunnar og samkomutakmarkana var aðalfundur ekki haldinn fyrr en nú.
Mættar eru Jóhanna S. Kristjánsdóttir, Jóhanna Svava Sigurðardóttir, Helga Soffía Bjarnadóttir, Arna Þórarinsdóttir og Soffía B. Sverrisdóttir. Léttar veitingar voru á fundinum.
Jóhanna Kristjánsdóttir setti fundinn og flutti síðan skýrslu stjórnar.
Helga Soffía Bjarnadóttir fór yfir reikninga félagsins og voru þeir samþykktir samhljóða.
Allir í stjórn buðu sig fram til áframhaldandi setu og enginn annar bauð sig fram. Stjórn situr því áfram eins mönnuð.
Skólastjóri TH var veik og flutti því ekki tölu.
Tillaga kom frá formanni um að halda 3.000- sem valkvæðu árgjaldi. Tillagan var samþykkt.
Fleira ekki gjört.
Fundi slitið kl. 17.
Soffía B. Sverrisdóttir, ritari.
-------------------------------------------------------
20211025
Stjórnarfundur í Heiltóni heima hjá Jóhönnu S. Kr. formanni kl 16:30.
Mættar eru Jóhanna S.K, Jóhanna Svava Sigurðardóttir, Arna Þórarinsdóttir, Helga Soffía Bjarnadóttir, Soffía B. Sverrisdóttir og Adrienna Davis.
Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri TH er í veikindaleyfi og Adrienne gegnir stöðu hennar á meðan. Skólinn gengur vel samkvæmt Adrienne, búnir tvennir tónleikar. Fleiri tónleikar eru á dagskrá, meðal annars tónleikar þar sem kennarar skólans koma fram, fyrirhugaðir 10. nóvember. Nemendatónleikar væntanlegir 17. og 18. nóvember.
Æfingabúðir eru fyrirhugaðir í vor, ekki búið að ákveða hvaða hljóðfæri verður þar í aðalhlutverki.
Line Werner er hætt að kenna eftir áratuga farsælt starf.
Einar Óli Ólafsson er nýr starfsmaður TH. Hann kennir í lagasmiðju, 4. 5. og 6. bekk.
Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur í febrúar hér á Húsavík. Tónleikar í Hofi og víðar um land verða 19. mars og í Hörpu í apríl.
Almennar umræður.
Áætlað er að senda út valkvæða seðla fyrir árgjaldi á næstunni.
Fleira ekki, fundi slitið um kl. 18
Soffía B. Sverrisdóttir, ritari.
-------------------------------