Fundargerðir 2015

Aðalfundargerd Heiltons 21.04 2015

Aðalfundur Heiltóns haldinn á kaffistofu TH á Húsavík, 21. apríl kl. 18:00

Mætt eru: Arna Þórarinsdóttir, Helga Soffía Bjarnadóttir, Soffía B. Sverrisdóttir, Sighvatur Karlsson og Árni Sigurbjarnarson.

Fyrsta mál á dagskrá var skýrsla stjórnar sem Arna flutti.

Annað mál á dagskrá var að Helga Soffía fór yfir reikninga samtakanna.  

Þriðja mál var kosning stjórnar þar sem stjórnin var endurkjörin eins og hún er. Engin bauð sig fram.

Fjórði dagskrárliður var yfirferð Árna á starfi Tónilistarskóla Húsavíkur í vetur. Það er mat hans að vel hafi unnist úr vetrinum þrátt fyrir langt verkfall tónlistarkennara í haust. Aukning er á samspili nemenda miðað við einleikstíma og er það viðbragð við verkfallinu og fækkun barna. Nýtt fyrirkomulag með samkennslu árganga í grunnskólanum, er áskorun fyrir tónlistarskólann og á eftir að finna bestu lausnina á því í samvinnu við grunnskólann.

Almennar umræður um það að Hólmfríður Benediktsdóttir er að hætta að kenna við skólann eftir áratugi og að stefnt er að því að gera hana að heiðursfélaga Heiltóns í vor.  Fram kom að kóramót er í maí og tónleikar einsöngvara , nemanda Hólmfríðar er á sumardaginn fyrsta.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.

Soffía B. Sverrisdóttir, ritari.

 


Skýrsla stjórnar Heiltóns-Hollvinasamataka Tónlistarskóla Húsavíkur 2015

Flutt á aðalfundi 21. apríl 2015.

Kæru félagsmenn og stjórn.

Þrír fundir voru haldnir á síðasta starfsári. Fremur rólegt var yfir starfsemi félagsins síðastliðið ár. Verkfall tónlistarkennara setti mark sitt á síðastliðið haust,  sem var erfitt fyrir tónlistarskólana og nemendur þeirra. Heiltónn sendi eina stuðningsályktun á stóran verkfallsfund fyrir sunnan.

Félagið minntist Sigurðar Hallmarssonar sem féll frá í desember og sendi blómvönd til aðstandenda með kveðju. Sigurður er annar heiðurssfélagi Heiltóns sem fellur frá.

Meðlimir stjórnar hafa mætt sem áheyrnarfulltrúar á einn fundi hjá Menningar og fræðslunefnd Norðurþings.

Heiltónn var með vöfflukaffi í tenglsum við dag tónlistarinnar, 21. febrúar síðastliðinn, og seldi kaffið og vöfflurnar. Stjórnarmeðlimir og félagar í Heiltóni sáu um kaffið. Kunnum við þeim þakkir fyrir það. Sumir borguðu ríflega fyrir kaffið til styrktar Heiltóni. Heiltónn var einnig með eitt blóm og lítinn miða sem á stóð, „með kveðju frá Heiltóni“ sem allir fengu sem komu fram. Var ánægja með þetta framtak.

Hólmfríður Benediktsdóttir tónlistarkennari hættir störfum nú í vor og ráðgert er að heiðra hana nú i vor og gera hana að heiðursfélaga í Heiltóni.

Stjórnin hefur unnið með einn meðstjórnanda en þeir eiga að vera tveir, illa hefur gengið að finna fólk til að starfa í stjórn.

 


Fundargerd Heiltons 09.04. 2015 

9.apríl 2015 fundur haldinn á Hvalbak kl. 17:00

Mætt eru: Árni skólastjóri, Arna, Helga Soffía og Soffía.

Spjall um dag tónlistarinnar í febrúar síðastliðnum. Fundarmenn mjög ánægðir með daginn, með aðkomu Heiltóns, gróði hins vegar ekki mikill og rætt um aðeins betra skipulag.

Hólmfríður Benediktsdóttir er að hætta störfum hjá TH sökum aldurs og rætt um að gera hana að heiðursfélaga Heiltóns. Niðurstaða að Heiltónn heiðri hana á nemendatónleikum sem hún verður með í vor. Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari mun einnig taka þátt í tónleikunum og vera með „master class“ á undan.

Ákveðið að boða aðalfund 21. apríl kl. 18:00

Semja þarf auglýsingu í Skrána og/eða bréf í Skarp til upplýsingar um aðalfund. Einnig rætt um að biðja Önnu ritara að senda á alla auglýsingu/bréf.

Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17:30

Soffía B. Sverrisdóttir


Fundargerd Heiltons 12.01. 2015 

Fundur kl. 17:00 í stjórn Heiltóns 12. janúar 2015. 
Fundur á kaffistofu TH, mætt eru, Árni, Arna, Sighvatur og Soffía.
Minnst er Sigurðar Hallmarssonar sem lést í desember. Þá eru tveir af þremur heiðursfélögum Heiltóns látnir. Umræða fer fram um að gera Hólmfríði Benediktsdóttur að heiðursfélaga. Samþykkt að ræða við hana um viðburð í tenglsum við það.
Dagur tónlistarskólanna verður líklega laugardaginn 21. febrúar, fremur en þann 28. Heiltónn leggur á ráðin um vöfflugerð og og.fl. Funda þarf fljótlega aftur.
Fram kom að Árni fór á fund fræðslunefndar eftir að samningar náðust milli tónlistarkennara og sveitarfélaga um kjaramál nú í nóvember síðastliðinn. Var þá búið að leggja fram 2.000.000- sem fara langt með að mæta launhækkun til kennara. Skólinn brúar bil um 200.000- Soffía sat einnig á þessum fundi sem áheyrnarfulltrúi fyrir hönd Heitóns.
Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17:45
Soffía B. Sverrisdóttir