Innritun

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um tónlistarnám fyrir skólaárið 2023-2024.

Opnað er fyrir umsóknir um skólavist fyrir næstkomandi skólaár að loknu páskafríi ár hvert. Þetta verður auglýst í Skránni og nemendur/foreldrar fá fréttabréf þar sem þeir verða minntir á að sækja um nám fyrir næsta skólaár.   

Í júní og ágúst er unnið úr umsóknum og nemendaplássum úthlutað fyrir komandi skólaár. Eiga þeir forgang sem stundað hafa nám við skólann áður og eins þeir sem hafa stundað nám við aðra tónlistarskóla. Einnig verður horft til dagsetningar umsóknanna þannig að "fyrstir koma fyrstir fá”. 

Tekið er við rafrænum umsóknum um tónlistarnám á yfirstandandi skólaári fram í febrúar ár hvert og nemendur settir á biðlista; nýir nemendur eru síðan teknir inn ef pláss losna.

Vorönn hefst um miðjan janúar og flytjast nemendur sjálfkrafa yfir á vorönn. Þeir sem ætla ekki að stunda nám á vorönn eru beðnir um að tilkynna það með netpósti á ritari@tonus.is fyrir jólafrí. 

Sjá þjónustusamningi Tónlistarskólans.