Stjórnarfundur Heiltóns, haldinn á Gamla Bauk, 25.september 2014, kl. 17.
Mætt eru Arna, Soffía, Helga Soffía og Árni skólastjóri.
Kennslu er hætt á Raufarhöfn vegna þess hve fá börn eru í skólanum þar. Einu sinni í viku fara Reynir Gunnarsson og Ásta Magnúsdóttir í Lund og kenna börnum af svæðinu.
Börnum sem sækja tónslistarskólann á Húsavík hefur líka fækkað. Eitt af viðbrögðunum við því er að styðja vel við samspilshópana.
Árni fundaði nýlega með nýrri fræðslunefnd. Hann auglýsti þar eftir menningarstefnu í Norðurþingi.
Góður tónleikasalur er til dæmis ekki á Húsavík eða í Norðurþingi. Matsalurinn í Borgarhólsskóla missti mikið af gildi sínu þar sem starfsemi mötuneytisins hefur aukist mjög. Hægt er að halda þar tónleika en ekki að setja upp leikmynd t.d. Einnig er ekki lengur félagsheimili á Húsavík.
Umræða um hvernig Heiltónn gæti stutt við starf TH með beinum styrkjum og með því að sækja um styrki til ákveðinna verkefna.
Árni sýndi skemmtilegar svipmyndir af tónlistarflutningi barna frá Afríkuríkjum sem m.a. tónlistarkennarar í TH hafa sótt og einnig frá hjálparstarfi þar.
Fleira ekki bókað, fundi lokið kl. 18.
Soffía B. Sverrisdóttir
Húsavík í maí 2014
Heiltónn, skýrsla stjórnar veturinn 2013-2014
Haldnir voru 4 fundir fyrir utan aðalfund. Tekin var upp sú nýbreytni í haust að senda til Heiltónsfélaga stuðningsbréf með upplýsingum um starf félagsins og ef fólk vildi styrkja okkar góða starf. Margt smátt gerir eitt stórt.
Aðalverkefni okkar í vetur var uppskeruhátíð tónlistarskólans sem var haldin 15. febrúar 2014. Þar var tekin upp sú nýbreytni að baka vöfflur og selja. Það mæltist vel fyrir og gekk dagurinn allur mjög svo vel. Einnig voru veittar viðurkenningar. Við ræddum við þær stöllur; Fanney Kristjánsdóttur og Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur um að koma og vera prófdómarar og borgaði Heiltónn flugmiða þeirra. Þetta gekk allt mjög vel og allir voru sáttir með þennan góða dag.
Kærar þakkir fyrir veturinn
Arna Þórarinsdóttir formaður
Soffia Sverrisdóttir ritari
Helga Soffía Bjarnadóttir gjaldkeri
Sighvatur Karlsson meðstjórnandi
Fundargerð Heiltons 05.05.2014
Aðalfundur Heiltóns haldinn kl 18:00 þann 5. maí 2014 í kaffistofu Tónlistarskóla Húsavíkur.
Mætt voru; Arna Þórarinsdóttir formaður, Soffía B. Sverrisdóttir ritari, Helga Soffía Bjarnadóttir gjaldkeri, Sighvatur Karlsson meðstjórnandi og Árni Sigurbjarnarson skólastjóri TH.
Arna flutti skýrslu stjórnar.
Helga Soffía gerði grein fyrir reikningum félagsins og voru þeir samþykktir samhljóða.
Stjórnarmeðlimir gáfu allir kost á sér áfram í stjórn. Enn vantar einn meðstjórnanda.
Árni flutti smá tölu um skólann. Þar kom fram að tveir kennarar eru að hætta nú í vor; Lisa McMaster og Margrét Sverrisdóttir. Í þeirra stað koma Ásta Magnúsdóttir og Line Werner. Einnig kom fram í máli hans að frá næsta hausti mun tónlistarskólinn einn sjá um alla tónlistarkennslu í sveitarfélaginu.
Í lokin fóru fram almennar umræður, þar sem meðal annars efnahagsástand í þjóðfélaginu og staða sveitarfélagsins komu við sögu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30
Soffía B. Sverrisdóttir
Fundargerd Heiltons 05.02. 2014
Stjórnarfundur haldinn á Gamla Bauk kl. 17:00, 5. febrúar 2014.
Mætt eru Soffía, Helga Soffía, Arna og Árni skólastjóri TH.
Aðalfundarefni er skipulagning Dags tónlistarskólanna 15. febrúar hérna á Húsavík að því leiti sem Heiltónn kemur að henni. Tvennir tónleikar verða þennan dag og var ákveðið að við í stjórn skipuleggjum og höldum vöfflukaffi í hléi og á eftir. Vafflan verður seld og innkoman gengur til Heiltóns. Meðan á seinna kaffi stendur munu Fanney Kristjánsdóttir og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir velja úr fríðum flokki atriði til að halda áfram á tónleika í Hofi 15. mars sem einnig eru hluti Nótunnar.
Þann 13. febrúar eru tónleikar í Lundi með krökkunum frá Raufarhöfn og koma einhver þeirra síðan til Húsavíkur þann 15. feb.
Einnig ætlar Heiltónn að gefa geisladiska gefnir þeir verða notaðir sem viðurkenning eftir tónleikana.
Fram kom í máli Árna að færri nemendur eru í hljóðfæranámi en í fyrra.
Minnst á nauðsyn þess að auglýsa tónleikana.
Fleira ekki bókað fundi slitið kl. 18:00
Soffía B. Sverrisdóttir