Eldri fundargerðir

12.11. 2012

Stjórnarfundur í Heiltóni

Fundargerð stjórnar Heiltóns í Teríunni á Fosshóteli Húsavík
Mætt eru Arna, Soffía, Auður, Helga Soffía, Sighvatur og Árni.

Í máli Árna kom fram að á fundum fræðslunefndar er talað um niðurskurð á fjármagni til Tónlistarskólans. Þar sem ríkið greiðir fyrir nemendur í söng á mið og framhaldsskólastigi og einnig fyrir hljóðfæranemendur á framhaldsskólastigi þá kemur þessi niðurskurður ekki eins hart niður og vænta mætti.
Afmælisdiskurinn er langt kominn í vinnslu. Mjög gott skipulag er komið á skráningu og geymslu á studío upptökum frá árinu 2000 – eftir vinnuna við að vinna efni á diskinn.
Dagur tónlistarskólanna er 23. febrúar næstkomandi og um þá helgi stefnir tónlistarskólinn á veglega tónlistarhátíð. Stefnt er að því að afhenda viðurkenningar eftir greinum og árangri. Mögulega kemur Heiltónn að þessum viðurkenningum.
Í tónlistarskólanum er verið að endurmeta matskerfið og skráningu. M.a. er markmiðið nú að hver nemandi komi fram 4 x á vetri. Einnig var rædd fræðsla til foreldra.
Mikilvægi salarins er augljóst til að nemendur geti komið fram. 
Stjórnin endaði á að ræða fjármálin og fjáraflanir og mögulegt árgjald.
Fundi slitið, kl. 12:45, fleira ekki gert,

Soffía B. Sverrisdóttir
Eftir fundinn kom fram að Arna hefur farið á tvo fundi í fræðslunefnd síðan síðast.


Stjórnarfundur í Heiltóni

02.10.2012 í Teríunni á Fosshóteli Húsavík kl. 12.
Mætt eru Arna, Auður, Helga Soffía, Soffía og Árni Sigurbjarnarson.

Fram kom að á vegum menntamálaráðuneytisins er verið að vinna að breytingum 
á námsskrá allra skóla (leik, grunn og framhaldsskóla). 
Í kjölfarið þyrfti að endurnýja námsskrá fyrir tónlistarskóla.
Nú í haust var námsskeið í Afríkutónlist. Þátt tóku 108 manns víða úr sýslunni 
og frá Akureyri, í 5 vinnubúðum í TH Húsavík og úti í bæ á Húsavík. 
Nemendur lærðu mjög mikið í tónlist og dansi. Tónleikar voru haldnir í lokin. 
Styrkur frá Norræna menningarsjóðnum stóð undir stærstum hluta námskeiðsins.
Tónlistarkennari, eistnesk kona var ráðin til starfa í Lundi og á Þórshöfn.
Geisladiskurinn með upptökum nemenda í tilefni af 50 ára afmælis skólans er 
langt kominn í vinnslu, en í kjölfar vinnu við hann fór af stað mikið og þörf vinna við skráningar.
Umræða um Framhaldsskólann á Húsavík, enginn samningur er í gildi við ríkið vegna 
tónlistarnemenda í Framhaldsskóla Húsavíkur. Í raun tapast tónlistarnemendur héðan til 
stærri skóla sem fá greiðslur frá ríkinu vegna tónlistarnema.
Í vetur er stefnan í TH að gera mikið úr degi tónlistarinnar í febrúar næstkomandi 
og halda veglega tónlistarhátíð.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13,
Soffía B. Sverrisdóttir


Fundargerd_Heiltons 2012 05.08

Stjórnarfundur í Heiltóni á Gamla Bauk 8. maí 2012. kl. 12

Mætt eru: Arna, Auður, Soffía , Helga Soffía, Sighvatur og Árni.

Umræður um sal Borgarhólsskóla og þá starfsemi sem þar fer fram. Milli skólans og menningar og fræðslunefndar hafa verið umræður um að breyta salnum í matsal fyrir nemendur. Stjórn og Árni velta fyrir sér áhrifum þess á það tónlistar og menningarstarf sem nú fer fram í salnum.
Á austursvæðinu, Raufarhöfn og Lundi er annar tónlistarkennarinn að hætta. Eru vonir til þess að fljótlega fáist annar kennari í staðinn, en tónlistarkennarar liggja ekki á lausu. Almennt mætti fá fleira tónlistarfólk á enn stærra svæði þarna í kring í skóla og kirkjur.
Enn er umræða um tónleika kennara í haust sem yrði fjáröflun fyrir hollvinasamtökin, Árni ætlar að færa þetta í tal við kennarana. Vonandi verður af þessu í haust.
Árni sagði frá Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur, nemanda TH sem er nýbúin að fá inngöngu í Listaháskólann í Reykjavík til áframhaldandi tónlistarnáms.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.
Soffía B. Sverrisdóttir


Stjórnarfundur Heiltóns,

18.apríl 2012 kl. 12 á Fosshóteli, Teríunni

Mætt eru: Helga Soffía Bjarnadóttir, Auður Jónasdóttir, Sighvatur Karlsson, Arna Þórarinsdóttir, Soffía B. Sverrisdóttir.

Stjórn skiptir þannig með sér verkum; Arna Þórarinsdóttir er formaður, Soffía B. Sverrisdóttir er ritari, Helga Soffía Bjarnadóttir er gjaldkeri, Auður Jónasdóttir og Sighvatur Karlsson eru meðstjórnendur.
Rætt var um starfsemi samtakanna og fjáröflunarmöguleika.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:45

Soffía B. Sverrisdóttir



Aðalfundur Heiltóns 2012 - fundargerð

28. mars 2012, kl. 18 í stofu 11 í Borgarhólsskóla Húsavík

Mætt eru: Arna Þórarinsdóttir, Halldór Valdimarsson og Soffía B. Sverrisdóttir úr stjórn, auk stjórnar Auður Jónasdóttir og Adrienne Davis.

Halldór Valdimarsson setti fundinn.
Arna Þórarinsdóttir flutti skýrslu stjórnar.
Tillaga að nýrri stjórn var borin fram; Arna Þórarinsdóttir, Soffía B. Sverrisdóttir, Auður Jónasdóttir, Helga Soffía Bjarnadóttir og Sighvatur Karlsson. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Adrienne Davis flutti smá tölu fyrir hönd Tónlistarskólans og kom þar meðal annars fram sú nýbreytni að 6 bekkur hefur í vetur spilað og dansað Salsa tónlist/dans undir stjórn Lisu McMaster og Gunnars Illuga Sigurðarsonar, auk tveggja daga námskeiðs Reynis Sigurðarsonar slagverksleikara. Einnig kom fram að á degi tónlistarinnar; 24 -26 febrúar, voru margir tónleikar og nokkur tónlistaratriði fóru þaðan til Akureyrar að keppa um að komast í lokakeppni Nótunnar sem haldin var í Reykjavík 18. mars. Því miður náði ekkert þeirra til Reykjavíkur.

Í lokin var almenn umræða um samtökin, öflun stjórnarmeðlima og tilgang samtakanna.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30
Soffía B. Sverrisdóttir


Skýrsla stjórnar Heiltóns, hollvinasamtaka Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir aðalfund 28. mars 2012


Frá aðalfundi 28. febrúar 2011 er stjórnin búin að hittast nokkuð reglulega og gera ýmislegt. Haldnir hafa verið 7 stjórnarfundir. Úr stjórn gengu Sigríður Jónsdóttir og Erla Sigurðardóttir og í staðinn komu Arna Þórarinsdóttir og Jóhanna Másdóttir. 
Í mars var ákveðið að Sigrún Jónsdóttir yrði formaður, Soffía B. Sverrisdóttir ritari, Arna Þórarinsdóttir gjaldkeri, og meðstjórnendur Halldór Valdimarsson og Jóhanna Másdóttir. Í maí var komið svar frá Huld formanni Fræðslu og menningarnefndar þess eðlis að Heiltóni sé velkomið að sækja fundi sem áheyrendafulltrúi þegar verið er að ræða málefni T.H. Hefur undirrituð mætt á fjóra fundi sl. vetur. 
Reynt var að sækja styrk til menningaráðs Eyþings í verkefni T.H og leikfélags Húsavíkur um sameiginlega uppsetningu á leikverki í tilefni af afmælisári T.H. Það gekk ekki eftir. Hins vegar tóku Leikfélag Húsavíkur og T.H. höndum saman og settu upp leikritið Martröð á jólanótt e. Tim Burton í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar fyrir jólin. Margir komu að leiksýningunni en tónlistarstjóri var Hólmfríður Benediktsdóttir og Lisa McMaster sá um útsetningar. Hólmfríður og Lisa léku báðar í hljómsveit leiksýningarinnar. Barnakór Húsavíkur ásamt fjölda leikara, flestra í yngri kantinum, tók þátt í sýningunni.
Árni sagði frá fyrirhugaðri ferð kennara T.H. til Skotlands í vorið 2011, sem síðar reyndist mjög fræðandi og áhugaverð. 
Tónlistarskólarnir fyrir austan á Raufarhöfn og í Lundi eru búnir að sameinast T.H. og þarf eðlilega að vera hægt að bjóða sambærilega kennslu þar og á Húsavík og eru marimbahljóðfæri mikilvæg til þess. Ákveðið var að senda bréf til fyrirtækja í norðursýslunni í nafni Heiltóns og Tónlistarskólans um styrk til að kaupa á marimbahljóðfærum fyrir skólana. Tveir tónlistarkennarar aka frá Húsavík til kennslu í hverri viku, og virkja svo aðra kennara eftir föngum. Ritari Heiltóns ásamt Árna skólastjóra og fleirum fóru í heimsókn til Raufarhafnar síðastliðið vor á fund með skólastjóra og á nemendatónleika. Þar var kvaddur Sigurður G. Daníelsson tónlistarkennari eftir langt og gott starf.
Rætt er ennfremur að huga að afmæli T.H. í haust. Framundan er röð afmælistónleika sem hefjast 13. nóvember. Ákveðið er að Heiltónn færi T.H. peningagjöf að 50.000 krónur í afmælissjóð til styrktar úrgáfu geisladisks í tilefni 50 ára afmælis T.H. Árni og Halldór skrifa báðir greinar í Skarp um T.H. Arna sendir inn litla kveðju til T.H. frá Heiltóni. 
Í nóvember kom upp sú staða að Sigrún formaður ákvað að fara erlendis í eitt ár og baðst lausnar sem formaður. Arna tók við fram að næsta aðalfundi og sinnir einnig gjaldkera embætti. 
Jólakveðja var send á netföng félaga með fréttum ársins.
Á stjórnarfundi í janúar 2012 komur fram að vel hefur gengið safna 
fyrir marimbahljóðfærum í kennsluna fyrir austan. Fyrirtæki hafa brugðist vel við. Hljóðfærin eru nú komin í gagnið fyrir austan. Nýlátinn er heiðursfélagi Heiltóns, Benedikt Helgason. Dóttir hans Hólmfríður Benediktsdóttir hafði samband við formann, um að vilji aðstandenda hans væri að benda fólki á að leggja inn styrk í minningu Benna í stað kransa og blóma og þakkaði formaður henni mikið fyrir. Stjórnin gladdist yfir þessari tillögu og þann heiður sem okkur var sýndur. Ákveðið var að senda öllum handskrifuð þakkarkort sem leggja inn styrk á reikning Heiltóns, í minningu Benna. Frá Heiltóni kemur þakkarkveðja og minningarorð í Skarpi.
Einnig kom fram hugmynd frá Árna um að hafa tónleika til heiðurs Benedikti og er það mjög svo góð hugmynd og Heiltónn alveg meira en til í aða styrkja það verkefni. 
Geisladiskur í tilefni 50 ára afmælis T.H. er í vinnslu og verður spennandi að heyra afraksturinn. 
Nokkrar umræður hafa verið um fjáraflanir, allt frá bókamerkjum til listakorta en engin er nægjanlega sjálfbær að okkur sýnist, svo enn er leitað að góðri hugmynd. 
Kærar þakkir fyrir veturinn, 
Arna Þórarinsdóttir 
Formaður


Stjórnarfundur Heiltóns 19. Janúar 2012

Haldinn á Teríunni á Fosshóteli Húsavík kl. 12:00

Mætt eru Arna Þórarinsdóttir, Halldór Valdimarsson, Soffía B. Sverrisdóttir og Árni Sigurbjarnarson.

Arna er búin að fara á þrjá fundi sem áheyrnarfulltrúi hjá Menningar og fræðslunefnd. 
Fyrirtæki hafa brugðist vel við bréfi frá Heiltóni og TH og styrkt kaup á Marimbahljóðfærum í tónlistarskólana fyrir austan. 

Nýlátinn er Benedikt Helgason tónlistarkennari sem var heiðursfélagi í Heiltóni. Dóttir hans Hólmfríður Benediktsdóttir hafði samband við formanninn. Lýsti hún vilja aðstandenda til að benda fólki á að í stað blóma og kransa gæti það lagt fé inn á reikning Heiltóns til minningar um Benedikt. Stjórnin gladdist yfir þessari tillögu og þakkar þann heiður sem í henni felst. Arna mun tala við bankann hvernig best muni að þessu staðið og um kvittanir og hvort þakkir til greiðenda geti komið með kvittuninni. Fram kom að TH mun senda minningarkort til Önnu Sigfúsdóttur þar sem fram kemur fjárupphæð inn á reikning Heiltóns. Frá Heiltóni mun síðan koma þakkar og minningarorð, kannski í næsta Skarpi. 

Hugmynd kom fram frá Árna um tónleika til heiðurs Benedikti . 
Geisladiskurinn í tilefni af afmæli TH er í vinnslu, verið að skoða upptökurnar og velja úr. Einnig umræða um umslagið og að það verði að vera fallegt.
Fleira ekki, fundi slitið kl. 13:00

Soffía B. Sverrisdóttir. 
  
Fundur 23. September 2011
Haldinn á 3ju hæð í Grundargarði 3, Húsavík (heima hjá Sigrúnu)

Mætt eru, Halldór Valdimarsson, Soffía B. Sverrisdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Jóhanna Másdóttir. 

Rætt um hugsanlegar afmælisgjafir og fjáraflanir. Sem fjáraflanir ræddir möguleikar á sölu korta, og að leita styrkja hjá fyrirtækjum. 

Í tilefni af 50 ára afmæli TH rætt að tilvalið væri að senda út fréttabréf til félaga í Heiltóni, t.d. núna fyrir jólin. 
Umræður um afmælið, og leikritið sem nú er verið að setja upp í samstarfi við Leikfélagið í til efni afmælisins. Samdar spurningar til Árna, þar sem hann var ekki á fundinum. Hugmynd að skrifa afmælisgrein i Skarp t.d.

Fleira ekki fundi slitið kl 11:50.
Soffía B. Sverrisdóttir


Fundargerð Heiltons 01.11.2011

Fundargerð í stjórn Heiltóns á Sölku 1. nóvember 2011 kl. 12

Mætt eru Arna Þórarinsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Halldór Valdimarsson, Soffía Sverrisdóttir og Árni Sigurbjarnarson.

Sigrún formaður er að fara erlendis, til Kanada í ár og segir því af sér formannsembættinu. Arna tekur að sér embættið fram að næsta aðalfundi og gegnir gjaldkeraembættinu jafnframt því.

Framundan er tónleikaröð sem byrjar sunnudaginn 13. nóvember. 
Stjórnin stefnir að því að afhend TH 50.000- sem afmæligjöf á tónleikunum.
Heiltónn ætlar að setja afmæliskveðju í Skarp. Einnig áætla Árni og Halldór að skrifa sitt hvora greinina í blaðið.
Fleira ekki, fundi slitið kl. 12:55
Soffía


Fundargerd_Heiltons 06.10. 2011


Fundur í stjórn Heiltóns, haldinn á Sölku 6. Október 2011 kl. 12.
Mætt eru Arna Þórarinsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Halldór Valdimarsson, Soffía B. Sverrisdóttir og Árni Sigurbjarnarson.

Rætt um afmælið (50 ára afmæli TH). Afmælisdagskrá verður helgina 12-13 nóvember, og einhverjar aðrar uppákomur/tónleikar líka í haust.

Tónlistarkennslan fyrir austan er farin af stað. Tveir kennarar héðan fara austur og er annar þrjá daga og hinn einn. Stefnt er að því að kennarar á staðnum verði þeim til aðstoðar og taki að sér tiltekin verkefni.
Marimbur til nota þar eru komnar og búið að smíða undir þær grindur. Í vor og haust voru send bréf frá TH og Heiltóni til fyrirtækja í sýslunni í nágrenni tónistarskólanna. Nú þarf að fylgja þessum bréfum eftir og hafa samband við þessi fyrirtæki og biðja um styrki til kaupa á marimbunum. 

Hugmynd hefur komið fram um að nýta upptökur sem eru til af söng og leik nemenda við skólann og gefa út í takmörkuðu upplagi afmælis tónlistardisk.

Afmælisgjöf Heiltóns yrði peninga upphæð sem gæti nýst við útkomu þessa disks.
Fram kom að tilboð í listmunakort til styrktar TH á vegum Heiltóns, er dýrara en samtökin ráða við.

Námsferð kennara TH til Skotlands síðastliðið vor var mjög vel lukkuð. Árni sagði okkur frá tveimur skólum af mörgum í ferðalaginu. Annar er í Sterling og er þar unnið með verkefni sem nefnist Big noise og hefur að fyrirmynd El Sistema verkenið í Venesuela sem hlotið hefur heims athygli. Þar er tónlist notuð sem vopn gegn fátækt og atvinnuleysi . Grunnskólabörn eru virkjuð mjög markvisst í tónlistarnám í þessum skólum. Einnig skoðuðu kennararnir geliskan skóla sem starfar líkt og TH.

Fleira ekki fundi slitið kl. 13
Soffía B. Sverrisdóttir.



Stjórnafundur á kaffistofu TH 4. maí 2011 kl. 16

Komin eru Arna Þórarinsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Halldór Valdimarsson, Soffía Sverrisdóttir  og Árni Sigurbjarnarson.

Sigrún er búin að hafa samband við Huld hjá Menningar og fræðslunefnd.
Nokkrir kennarar og skólatjóri Tónlistarskólans auk nokkurra fylgifiska eru að fara í fræðsluferð til Skotlands 30. maí til 5. júní.

Árni er búinn að panta marimba hljóðfæri til nota í skólunum fyrir austan. Umræður hafa átt sér stað milli Árna og Menningar og fræðslunefndar um greiðslur fyrir þessi hljóðfæri. Stefnt er að metnaðarfullu starfi þar næsta vetur, þar sem reynt er að bjóða nemendum upp á svipað framboð og kennslu og á Húsavík. Marimba kennsla er mikilvægur þáttur í því. 

Lagt er á ráðin um fjáröflun til að létta undir með greiðslum fyrir marimba hljófærin með bréfi frá Tónlistarskólanum og Heiltóni til fyrirtækja í sveitarfélaginu.

Áætluð er ferð í næstu viku í skólana fyrir austan, þar sem nokkrir úr stjórn Heiltóns auk Árna og einhverra kennara færu í kynnisferð.
Rætt um að huga frekar að afmæli TH í haust.
Fleira ekki, fundi slitið kl. 16:35, Soffía B. Sverridsóttir


8. mars 2011 Stjórnarfundur í Heiltóni, haldinn í kaffistofu TH, kl. 16.


Mætt eru Halldór Valdimarsson, Jóhanna Másdóttir, Arna Þórarinsdóttir, Soffía B. Sverrisdóttir og Sigrún Jónsdóttir ásamt Árna Sigurbjarnarsyni.

Þetta er fyrsti fundur eftir aðalfund 28. febrúar síðastliðinn.

Fram kom að Árni hitti Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur menningarfulltrúa hjá Menningarráði Eyþings. Auglýstir voru til umsóknar nú í mars verkefnastyrkir til menningarstarfs á Norðurlandi. Í stuttu máli kom hugmyndin um samstarf TH og Leikfélagsins í tengslum við afmæli TH í haust ekki til greina sem verkefni sem gæti hlotið styrk. 

Fram fór frekari umræða um mögulegt samstarf við leikfélagið og afmælið í haust.

Hópur frá TH fer á „Nótuna“ á Eskifirði 19. mars sem er þáttur í hátíðum tónlistarskólanna um landið og þaðan fara síðan nokkrir tónlistarnemar til Reykjavíkur í Langholtskirkju 26. mars. 

Verið er að skoða möguleika á námsferð tónlistarkennara til Skotlands í vor. Þar eru ýmiskonar „skólar“ og „módel“ sem forvitnilegt er fyrir kennarana að skoða.

Í tengslum við sameinginu tónlistarskólanna á síðasta ári, kom fram að hjá Menningar og fræðslunefnd er vilji til að verkefni eins og marimba geti einnig verið í gangi fyrir austan eins og hérna á Húsavík. Til þess að svo megi verða þyrftu að vera til hjóðfæri fyrir austan.
Umræða um fjáröflun til þessa.
Árni ætlar að smíða bréf þar sem staða mála er kynnt og Heiltónn gæti síðan komið því á framfæri hjá t.d. fyrirtækjum og kvenfélögum sem síðan gætu styrkt TH til kaupa á hljóðfærum.

Við þurfum að láta vita af okkur hjá Menningar og fræðslunefnd og ætlar Sigrún að hafa samband við Huld Aðalbjarnardóttur.

Fram kom hugmynd um að einhverjir úr stjórn Heiltóns færu í heimsókn austur á bóginn, í tónslistarskólana þar.

Stjórn skipti með sér störfum þannig að Sigrún Jónsdóttir er formaður, ritari er Soffía B. Sverrisdóttir, gjaldkeri er Arna Þórarinsdóttir og meðstjórnendur eru Halldór Valdimarsson og Jóhanna Másdóttir.

Fleira ekki , fundi slitið kl 17
Soffía B. Sverrisdóttir.



Skýrsla stjórnar Heiltóns á aðalfundi 28 febrúar 2011

Í stjórn eru: Sigrún Jónsdóttir Formaður, Sigríður Jónsdóttir Gjaldkeri,
Soffía B Sverrisdóttir Ritari, Erla Sigurðardóttir og Halldór Valdimarsson Meðstjórnendur.

Frá síðasta aðalfundi sem haldin var 8. des 2009 hefur stjórnin haldið 7 fundi og hefur Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskólans setið með okkur á flestum fundunum.
Það hefur verið skrifað bréf til sveitastjórnar Norðurþings til að kynna stofnum og starfsemi Heiltóns var kynnt og einnig farið fram á að við fengjum sæti áheyrna fulltrúa á fundum Menningar og fræðslunefndar. Á Heiltónn rétt á að senda fulltrúa á fundi þegar málefni tónlistarskólans eru tekin fyrir.
Það hefur verið sótt um í fjórum mismunandi styrktarsjóðum og er fljótt frá því að segja að við fengum synjun frá öllum nema menningarsjóði Norðurþings, en þaðan fengum við 100 þúsund kr til útsetningar á kórverkum fyrir kóramót í febrúar 2011. Og við þökkum kærlega fyrir það.
Í kringum kóramótin 2010 og 2011 voru skrifaðar greinar í Skarp um mikilvægi tónlistar og áhrif tónlistar á líf fólks. Og hvað það er mikil vægt að hafa góðan tónlistarskóla starfandi á svæðinu. Frá síðasta aðalfundi hafa verið breytingar og þrír skólar sameinast undir ein hatt, það eru tónlistarskóli Húsavíkur, Öxarfjaðarhéraðs og tólistarskóli Raufarhafnar. Því er starfssvæði Heiltóns frá Húsavík til Raufarhafnar.
Þar sem skólinn á 50 ára afmæli á árinu hefur komið upp spennandi stað um samstarf skólans og leikfélagsins og er Árni að kanna það með í huga um að gera eitthvað í haust. Svo er að sjá hvað við sem hollvinasamtök getum gert til að styrkja við þetta verkefni ef að verður.
Það er einnig von stjórnar að Heiltónn verði áfram sterkur hlekkur í stuðningi við Tónlistarskólann.
F.H Stjórnar Sigrún Jónsdóttir formaður.



Aðalfundur Heiltóns-hollvinasamtaka Tónlistarskóla Húsavíkur 28.02.2011

í stofu 11 í Borgarhólsskóla kl 17.

Úr stjórn eru mætt Halldór Valdimarsson, Sigríður Jónsdóttir, Soffía B. Sverrisdóttir og Sigrún Jónsdóttir. 

Þrír aðrir fundarmenn eru komnir.
Formaður setur fundinn og afhendir Halldóri Valdimarssyni fundarstjórn.
Formaður, Sigrún Jónsdóttir flutti skýrslu stjórnar.
Gjaldkeri, Sigríður Jónsdóttir fór yfir reikninga félagsins. 
Fundarstjóri bar skýrslu formanns og reikninga undir fundinn. Bæði samþykkt samhljóða.
Árni skólastjóri fór yfir stöðu skólans. Hann byrjaði á að þakka Heiltóni fyrir stuðninginn. Minntist hann á Tónlistarfélagið sem var starfandi fyrir mörgum árum á Húsavík. Aðaldrifkrafturinn þar var Ingvar Þórarinsson. Tónlistarfélagið hafði mikla þýðingu fyrir tónlistarstarf á Húsavík og nágrenni og TH og nú gegnir Heiltónn svipuðu stuðningshlutverki. 
Siðan sagði hann frá hugmyndum um að leikfélagið og Tónlistarskólinn ynnu saman að verkefni með haustinu. Það gæti tengst afmælishátíð TH. 
Einnig ræddi Árni um sameiningu tónlistarskólanna í Öxarfjarðarhéraði og Raufarhöfn við Tónlistarskóla Húsavíkur og í framhaldi af því um fjármál sveitarfélaganna. Hugsanlegt er að leita til fyrirtækja um styrki til hljóðfærakaupa í skólana fyrir austan.
Varðandi fjármál skólans gekk niðurskurður nærri skólanum í fyrra og hitteðfyrra en staðan er ekki jafn slæm nú. Jafnvel hefur eitthvað gengið til baka af niðurskurðinum. Niðurskurðurinn var flatur og bitnaði mest á yfirbyggingunni þannig að engum kennara var sagt upp og engin hljóðfæradeild skólans datt út. Tengingin við leikskólann heldur sér einnig, þar sem börn fá frábæra þjálfun í að vera flytjendur og áheyrendur.
Umræða varð um styrkauglýsingu í Skránni frá Menningarráði Eyþings. Kynningarfundur með Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur verður um styrkinn á Húsavík 2. mars. Áætlar Árni að fara á þann fund.
Fyrirspurn kom fram um hvort við ættum áheyrnarfulltrúa í Menningar og fræðslunefnd sveitarfélagsins. Svo er.
Í stjórn gáfu kost á sér Arna Þórarinsdóttir og Jóhanna Másdóttir. Voru þær samþykktar samhljóða. Úr stjórn gengu Sigríður Jónsdóttir og Erla Sigurðardóttir. Þakkaði Halldór þeim mikið og gott starf frá því að vera í hópnum sem stofnaði Heiltón og síðan í eitt og hálft ár í stjórn samtakanna.
Fleira ekki gert,fundi slitíð kl. 16:35
Soffía B. Sverrisdóttir, ritari.



Stjórnarfundur Heiltóns.

23.02.2011 í kaffistofu Tónlistarskóla Húsavíkur 
kl. 16. Mætt eru: Soffía, Sigrún, Halldór, Erla og Árni.

Rætt um verkefnastyrk sem auglýstur er á vegum Menningarráðs Eyþings. 
Fyrir nokkru hafði Halla Tryggvadóttir frá Leikfélagi Húsavíkur samband við Árna og þau ræddu mögulega samvinnu. Árni ætlar að hafa samband við Leikfélagið og huga að þessu í tengslum við afmælið í haust.
Væntanleg er grein eftir Hólmfríði Benediktsdóttur tónlistarkennara og Huldu Davíðsdóttur þroskaþjálfa í héraðsfréttablaðið Skarp.
Á sunnudaginn kemur verða tónleikar nemenda TH ; og er fyrsti liður i uppskeruhátið tónlistarskólanna um landð. Þar verða valdir nemendur sem munu síðan fara og spila á tónleikum á Eskifirði 19. mars og þar verða aftur valdir nemendur til að fara á tónleika sem er þá hin endanlega uppskeruhátið í Langholtskirkju 26. mars. Á laugardeginum er kórahátið og kaffisala barnakórsins eftir æfingar kóranna á undan tónleikunum.
Umræða um samkomulag um kostnaðarþáttöku ríkisins í tónlistarnámi nemenda í framhaldsnámi (nemenda í framhaldsskóla/ á framhaldsskólaaldri) og árhif þess á tónlistarskóla um landið. 
Rætt um fyrirkomulag aðalfundar Heiltóns mánudaginn 28. Febrúar. Sigrún, Sigríður, Erla og Halldór vilja víkja úr stjórn. Mikilvægt er að fá nýtt blóð í stjórnina og efla tenglsin á austursvæðið. Árni ætlar að heyra í fólki fyrir austan með það fyrir augum að fá fólk í stjórn. 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl 16:50
Soffía B. Sverrisdóttir


Fundargerð stjórnarfundar Heiltóns 

27.01. 2011 kl. 16:00  Mætt eru á kaffistofu T.H. 
Sigga, Erla, Sigrún, Soffía og Árni tónlistarskólastjóri.

Dagur tónlistarskólanna er laugardaginn 26. febrúar næstkomandi . Kórahátíð verður þann dag. Lisa McMaster er að útsetja lög eftir séra Örn Friðriksson. Mjög líklega næst að flytja þessi lög á kórahátíðinni og einnig er hægt að flytja þau í haust á afmæli skólans um mánaðarmót okt./nóv. Stjórnin var sammála um að Heiltónn myndi nota hluta af 100.000- króna styrk sem Menningar og fræðslunefnd hefur eyrnamerkti til Heiltóns vegna undirbúnings afmælis ; Árni ætlar að ræða við Lisu um greiðslu fyrir útsetningarnar. Sunnudaginn 27. febrúar verða haldnir tónleikar nemenda sem eru undirbúningur að Uppskeruhátíð tónlistarskólanna sem aftur verða haldnir í vor.
Spurning er hvort Heiltónn yrðu með kaffisölu á laugardeginum .
Því miður fékkst ekki styrkur frá Tónlistarsjóði Mennta og menningarráðuneytinu sem ætlunin var að nota til útsetninga á íslenskum verkum fyrir kór og hljóðfæraleikara/hljómsveit í tilefni af afmæli skólans.
Til að halda upp á afmælið í haust kom fram hugmynd að röð af tónleikum með t.d. mismunandi þemum eða hljóðfærahópum og tónlistarmönnum aðkomnum.
Ákveðið að halda aðalfund 21. febrúar og halda stjórnarfund 17. febrúar. Auglýsa þarf aðalfundinn í staðarmiðli eins og Skránni. Einnig væri gott að nota netfangalista félagsmanna og á heimasíðu TH. Einnig þyrfti að senda bréf á félagsmenn og foreldra með kynningu á Heiltóni .

Fleira ekki, fundi slitið kl. 17, Soffía B. Sverrisdóttir


Stjórnarfundur Heiltóns

Kaffistofa T.H. kl.15:00 6. október 2010. 
Mætt eru Árni skólastjóri, Sigríður, Erla, Halldór, Sigrún og Soffía.

Sigríði hafði borist bréf frá Mennta og Menningarmálaráðuneytinu. Styrkumsókn er hafnað en okkur bent á að sækja um styrki til Tónlistarsjóðs og Eyþings.
Uppskeruhátíð tónlistarskólanna verður haldin hér 26. og 27. febrúar 2011. Stefnt er að fjölbreyttum verkefnum f. alla aldurshópa á laugardeginum (26.02) Einhverjir úr þeim hópi munu síðan enda á sviði (líklega í Hofi) um vorið ásamt fleirum af öllu landinu. Seinni daginn (27.02) er áætluð kórahátíð mikil. Heiltónn hefur sótt um og mun sækja um fleiri styrki til útsetningar á kórverki til flutnings á hátíðinni. Kórahátíðin er svona vegleg vegna afmælis Tónlistarskóla Húsavíkur sem er 50 ára árið 2011. Sérstök afmælishátíð er svo áætluð fyrir miðjan nóvember 2011.
Menningar og fræðslunefnd lagði til 23. ágúst 2010 að sameinaðir yrðu tónslistaskólarnir í Norðurþingi. Felur hún í sér sameiningu Tónlistarskóla Húsavíkur, Öxarfjarðarhéraðs og Raufarhafnar með mannaðar starfsstöðvar á Húsavík, Kópaskeri/Lundi og á Raufahöfn undir stjórn skólastjóra T.H. Tillagan var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar 21. september 2010. 
Umræða varð um foreldra og tónslistarskólana fyrir austan. Spurning um kynningu á Heiltóni.
Stefnt er að aðalfundi fyrir 2010 og 2011 í febrúar 2011.
Afmælisgjöf frá Heiltóni til Tónlistarskólans rædd, hugmyndir um hátíðarfána og merkta boli.
Fleira ekki, fundi slitið kl 15:35
Soffía B. Sverrisdóttir




Fundur á kaffistofu Tónlistarskóla Húsavíkur, 16 mars 2010, kl. 16:15


Mætt eru Árni Sigurbjarnarson, Sigríður, Halldór, Sigrún og Soffía.

Bréf kom frá Menningar og fræðslunefnd til Sigrúnar um samþykki með fyrirvara um áheyrnarfulltrúa á fundum.
Árni sagði frá störfum vinnuhóps um framtíðarskipulag tónlistarkennslu í Norðurþingi, sem skipaður er af skólastjórnendum í sveitarfélaginu.
Í framhaldi af umræðu um síðasta vetrardag og styrk Heiltóns við tónlistarverkefni/uppákomur og fundi Árna með samstarfsfólki sínu var ákveðið að beina kröftum að uppskeruhátíðinni í lok febrúar með tilstyrk Heiltóns.
Margt kemur til greina á uppskeruhátið. Ein hugmyndin að fá styrki til útsetningar á verki-um fyrir kórana. Funda þarf með kórstjórunum í haust. Rætt um styrki til að fá hingað tónlistarmann/menn til kennslu og umsjónar masterklass á degi tónlistarskólanna 26. febrúar 2011. Rætt um þjóðlagahátið á/við Siglufjörð fyrstu helgi í júlí. Hugsanlega gætu börn héðan sótt þangað.
Umræða um styrki; styrkur frá Eyþingi krefst samstrfs fleiri aðila.
Ákveðið að funda í síðasta lagi í september, hugsanlega í vor.

Fleira ekki fundi slitið kl. 17. Soffía B. Sverrisdóttir.


Fundur 9.2.2010 í kaffistofu Tónlistarskóla Húsavíkur kl. 16:15 

með stjórn Heiltóns og Árna Sigurbjarnarsyni skólastjóra tónlistarskólans.
Mætt eru Árni, Sigríður, Erla, Sigrún og Soffía.
Fram kom í ræðu Árna að á degi tónlistarskólanna 27. febrúar verði kórahátíð á vegum skólans að venju. Daginn eftir verða tónleikar með einhverjum af bestu nemendum skólans, nokkrir þeirra verða síðan með á tónleikum á Akureyri 13. mars, þar sem úrval bestu nemenda 11 tónlistarskóla á Norðurlandi munu leika og syngja. Í kjölfarið mun enn úrval nemenda af öllum landsfjórðungum koma fram á tónleikum í Reykjavík í lok mars. Aðkoma Heiltóns að þessari helgi mun verða greinaskrif um tónlist/tónlistarskólann t.d. í Skarp.
Í máli Árna kom einnig fram að hann hefur áhyggjur af að niðurskurði á fjármagni til tónlistarskólans sé ekki lokið. Þröngur fjárhagsstakkur hefur í raun heft möguleika skólans til vaxtar lengi og nú herðir enn að. Nefndi hann möguleika skólans á það þroskast sem listaskóla og styðja við allt skólakerfið frá leikskóla til framhaldskólans. Mun það víst vera stefna framhaldskólans sem unnið er að; að hann leggi áherslu á nýsköpun og listir. Tónlistarskólinn gæti tengst því starfi. Á Norðurlöndum hafa tónlistarskólar víða þróast yfir í listaskóla.
Í sambandi við síðasta vetrardag eða aðra dagsetningu í vor; ætlar Árni að tala við tónlistarkennarana og ræða aðkomu Heiltóns að hugsanlegri komu kennara hingað með masterklass eða tónleika eða einhverskonar starf með nemendum skólans.
Ákveðið er að hafa annan fund í kaffistofunni 2. mars kl. 16:15. Árni ætlar að útvega gögn sem nýtast í greinaskrif fyrir dag tónlistarskólanna.
Fleira ekki, fundi slitið kl. 17.
Soffía B. Sverrisdóttir


Fundargerð stjórnar Heiltóns, haldinn á kaffistofu Tónlistarskólans 21.janúar 2010 kl. 16:15 

Mætt eru Sigrún Jónsdóttir, Halldór Valdimarsson, Erla Sigurðardóttir og Soffía B. Sverrisdóttir. 
Rætt um skjalavörslu samtakanna og geymslumöguleika. Farið yfir uppkast að bréfi til sveitastjórnar.
 Rætt um dag tónlistarskólanna 27. febrúar og hugsanlega aðkomu samtakanna að honum. 
Ákveðið að samtökin komi ekki að dagskrá þann dag, nema hugsanlega kaffisölu. 
Líklega mun annar aðili vera með kaffisölu þennan dag. 
Rætt um síðasta vetrardag og dagskrá þann dag sem samtökin vilja eigna sér í samvinnu við tónlistarskólann. Meðal hugmynda voru greinaskrif, tónlistarmaður fenginn til halda “masterklass” , og þematónleikar. 
Fleira ekki, fundi slitið kl. 16:55 
Soffía B. Sverrisdóttir 



Fundargerð Heiltóns 8.desember 2009 

Stjórnarfundur Heiltóns 08. desember 2009 Í kaffistofu tónlistarskólans á Húsavík eru mætt Erla Sigurðardóttir, Sigríður Jónsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Soffía B. Sverrisdóttir og Halldór Valdimarsson. 
Stjórn skiptir þannig með sér verkum; 
Formaður er Sigrún Jónsdóttir, 
gjaldkeri og varaformaður Sigríður Jónsdóttir, 
ritari Soffía B. Sverrisdóttir, meðstjórnendur Erla Sigurðardóttir og Halldór Valdimarsson. 
Fundurinn ályktar að senda sveitastjórn Norðurþings bréf, þar sem stofnun og starfsemi Heiltóns er kynnt og þeim sendar samþykktir Heiltóns. Í bréfinu mun stjórn Heiltóns fara fram á að fá áheyrnarfulltrúa á fundi Menningar og fræðslunefndar með því að nýta heimild um áheyrnarfulltrúa foreldra. Umræða um félagsgjöld og ákveðið að innheimta engin félagsgjöld fyrir árið 2009. Rætt um fjáröflun, m.a. hugmyndir um boli með áletrunum, myndlistarverk til að setja á kort/jólakort og fl. Styrkir fyrir félagssamtök eins og þessi koma margir til greina og ætlunin að skoða það, m.a. í tengslum við rannsóknir. Tilkynna þarf fyrirtækjaskrá um nýja stjórn. Gera þarf fyrirspurn til ríkisskattsjóra um það hvort samtökin séu ekki örugglega ein um nafnið Heiltónn. Ætlunin að fá upplýsingar um starf sambærilegra samtaka á Ísafirði sem hafa starfað lengi. Rætt um að fá grein í fjölmiðil eins og Skarp t.d. þar sem kynntar yrðu rannsóknir á tónlist og áhrifum hennar eða t.d. kynning á verkum Ann Banford. Stefnt að fundi í febrúar, og rætt um dag Tónlistarskólanna í lok febrúar og tónleika á vegum Heiltóns síðasta vetrardag. Fleira ekki, fundi slitið, Soffía B. Sverrisdóttir.