Tónlistarskólinn verður með ferna tónleika í marsmánuði:
- Þeir fyrstu verða á Húsavík í kvöld kl. 19:30 í salnum. Þar koma fram 35 tónlistarnemendur sem spila ásamt kennurum sínum á píanó, gítar, blokkflautu og marimbu
- Aðrir tónleikarnir verða á miðvikudagskvöldið kemur, einnig á Húsavík í salnum. Á þessum tónleikum koma fram 27 nemendur sem, ásamt kennurum sínum, spila á gítar, blokkflautu, píanó, fiðlu, trommur, rafgítar, rafbassa og syngja.
- Þriðju tónleikarnir verða í Öxarfjarðarskóla þriðjudaginn 23. mars kl. 17:00 þar sem tónlistarnemendur í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar koma fram ásamt kennurum sínum.
- Fjórðu tónleikar marsmánaðar verða með kennurum Tónlistarskólans í salnum á Húsavík miðvikudagskvöldið 24. mars kl. 19:30. Þar gefst einstakt tækifæri til að heyra og sjá tónlistarkennara okkar spila nokkur af sínum uppáhalds tónverkum.