Í tilefni af 100 ára afmæli Astor Piazzolla sláum við upp tónlistarveislu í sal Borgarhólsskóla fimmtudaginn 6. maí kl. 20:00.
Flytjendur: Helga Kvam, Jón Þorsteinn Reynisson og Pétur Ingólfsson.
Á efnisskránni verða nokkrar af frægustu perlum Piazzollas en einnig verða flutt verk sem minna eru þekkt. Piazzolla dansaði á mörkum klassískrar Suður Amerískrar tónlistar og jazz, með skírtskotun í klassískar hefðir og er hægt að lofa tilfinningaríkri kvöldstund fullri af suðrænnri ástríðu í bland við angurværð.
Aðgangur er ókeypis fyrir tónlistarnemendur Tónlistarskóla Húsavíkur en fyrir aðra er aðgangseyrir kr. 3.500. Miðasala við innganginn.
Verkefnið er styrkt af