Árið 2016 tókum við okkur saman þverflautukennararnir, Adrienne frá Húsavík, Hugrún Sif frá Skagaströnd, Helga Kvam, þá frá Svalbarsströnd, og Petrea og Una frá Akureyri og héldum Flautudag í Hofi.
Við hittumst þar með nemendur okkar og kenndum þeim í ýmsum samspilshópum og enduðum daginn á litlum tónleikum. Þetta tókst mjög vel og var mikil hvatning fyrir nemendur og ekki síður okkur kennarana.
Ákveðið var að gera þetta að árlegri hefð. Í fyrra vorum við með námskeið bæði laugardag og sunnudag og tvo gestakennara og vorum bæði í Hofi og Laugarborg.
Í ár verðum við á Húsavík. Dagskráin verður í formi æfingu, hópeflis, og skemmtilegs uppbrots í góðri hádegispásu.
Dagskráin endir með tónleika í sal skólans kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomin