Skólaheimsóknir í Helsinki

Starfsfólk Tónlistarskólans var í liðinni viku í endurmenntunarferð til Helsinki í Finnlandi ásamt starfsfólki Miðjunnar, Borgarhólsskóla, Framhaldsskólans, Skólaþjónustu og Félagsþjónustunnar. Ferðin var vel heppnuð ferð í alla staði. var farið í heimsókn í Resonaari tónlistarmiðstöðina sem sérhæfir sig í tónlistarkennslu fólks með fötlun  og er magnað starf sem þar er unnið og er sá skóli einmitt samstarfsskóli okkar í sambandi við þá kennslu sem við erum með í tónlist er fyrir alla. Einnig var farið í International School of musik sem eins og nafnið gefur til kynna skóli sem sinnir m.a tónlistarkennslu fyrir innflytjendur og almenna tónlistarkennslu sem er einnig mjög spennandi að þau bjóða upp á tónlistartíma fyrir börn frá 3 mánaða aldri. Síðast heimsóknin var í Sibelius Academi sem er ein stærsta tónlistarakademía í evrópu og var það mikil heiður að fá að heimsækja hana og var okkur vel tekið.

Skólastjóri