Laugardaginn 15. maí verður síðasta vinnustofa verkefnisins Í stuði saman haldin í Tónasmiðjunni. Í stuði saman eru vinnustofur fyrir tónlistarnemendur 10 ára og eldri, sama á hvaða hljóðfæri þeir eru að læra. Þrjár vinnustofur hafa verið haldnar, ein í hverjum mánuði, janúar, febrúar og mars. Hér eru myndir af liðnum vinnustofum og myndbandið af 3. vinnustofunni:
Vinnustofunni sem átti að vera í apríl hefur verið frestað til laugardagsins 15. maí til samræmis við lokahátíðina sem hefur verið frestað til 3. júní. Lokahátíðin er glæsileg tónleikasýning „Í gegnum tíðina“ þar sem nemendurnir spila lögin sem þeir lærðu á vinnustofunum með hljóðfæraleikurum og söngvurum Tónasmiðjunnar. Heiðursgestir tónleikanna verða Stefán Jakobsson söngvari og Jens Hansson saxafónleikari. Ágóði af sýningunni mun renna til Húsavíkurkirkju.
Síðasta vinnustofan, sem jafnframt er æfing fyrir lokahátíðina Í gegnum tíðina, verður laugardaginn 15. maí. Við vonum að allir þeir nemendur sem hafa verið á 1., 2. og 3. vinnustofu sjái sér fært að mæta á þessa lokaæfingu og geti tekið þátt í lokahátíðinni okkar, Í gengum tíðina.