Innritun er hafin fyrir skólaárið 2020-2021

Nemendur/foreldrar eru hvattir til að sækja um námið rafrænt, en einnig verður hægt að prenta út umsóknareyðublaðið. Vegna þess að skrifstofa skólans verður lokuð til 4. maí er ekki hægt að koma með formið upp í skóla fyrr en þá, en það má senda í netpóst á netfangið ritari@tonhus.is

Það er mikil hagræðing fyrir Tónlistarskólann að fá inn rafrænar umsóknir því þá koma þær beint inn í nemendakerfið okkar, School Archive. Ef vel gengur að fá inn umsóknir að vorlagi þá getum við hafið skipulag næsta skólaárs strax í sumar.

Ritarinn okkar, Anna Ragnarsdóttir, verður ykkur innan handar á venjulegum skrifstofutíma tónlistarskólans, kl. 8:00-12:00, með því að svara í síma skólans, 464-7290, og svara tölvupóstum á ritari@tonhus.is

Kynnið ykkur þjónustusamning Tónlistarskóla Húsavíkur á heimasíðunni okkar.

Kærar sumarkveðjur frá Tónlistarskólanum þínum