Góð mæting á degi Tónlistarskólans

Góð mæting var á dag Tónlistarskólans þar sem var opið hús og voru stofur og gangar þétt setnir er nemendur léku fyrir gesti og gangandi. Eftir það var haldið inn í sal Borgarhólsskóla á kaffihúsatónleika og er óhætt að segja að vel hafi tekist til og nemendur stóðu sig með miklum sóma.

Þökkum öllum fyrir komuna.