Markku Kaikkonen forstöðumaður tónlistarmiðstöðvarinn Resonaari í Helsinki hefur verið með okkur í Tónlistarskólanum síðustu 3 daga, fylgst með, leiðbeint og miðlað af sinni reynslu á að vinna með fötluðum einstaklingum og einstaklingum sem þurfa á sértækri aðstoð að halda. Er þetta í tengslum við Tónlist fyrir alla sem hófst hjá okkur s.l haust og einnig að við erum að vinna að samstarfi við Resonaari. Að þessu koma einnig félagsþjónustan, miðjan og þekkingarnet þingeyinga.
Á mynd eru Markku Kaikkonen, Guðni Bragason, Hróðný Lund og Hilmar Valur.