Flautuhelgi verður haldin á Akureyri dagana 1.-3. nóvember. n.k. Það er í fjórða sinn sem þverflautu kennarar á norðurlandi taka saman höndum og skipuleggja sameiginlegan viðburð fyrir nemendur sína. Nemendur koma frá Akureyri, Eyjarfjarðasveit, Húsavík og fleiri stöðum á norðurlandi. Í ár koma líka hópar í heimsókn frá Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins ásamt kennurum. Samspil verður af ýmsu tagi í gangi yfir helgina og kynning á hljóðfærum, (s.s. piccolo flautu eða bassa flautu), einnig verða leikir. Dagskráin fer að mestu leyti fram í Tónlistarskóla Akureyrar í Hofi. Sjá auglýsingu hér:
Lokatónleikar verða í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 3. nóvember kl. 11:00 aðgangur er ókeypis.