Marimba hópur í 8. bekk er að taka þátt í samstarfsverkefni með Kutandara Center i Boulder, Colorado, Bandaríkjunum. Verkefnið er “Virtual Ensemble” þar sem allir spila hver fyrir sig og taka upp sinn part. Myndbönd verða síðan sett saman og búin til stór hljómsveit og flott myndskeið.
Lagið sem við erum að vinna með heitir “Shamwari” og var samið 1999 af Randy McIntosh sem er einn af stjórnendum Kutandara Center. Hann gerði nýja útsetningu af laginu sérstaklega fyrir þetta verkefni. “Shamwari” þýðir “vinir” eða “vinátta" á Shona tungumál frá Zimbabwe og Randy segir að lagið eigi að sýna gleði sem kemur frá því að spila saman með vinum. Þátttakendur í verkefninu koma frá Bandaríkjunum, allt frá Maine á austurströndinni til Alaska í vestri, frá Zimbabwe og frá Húsavík. Það hafa verið nokkrar æfingar á Zoom í janúar þar sem hægt var að fræðast um nýju útsetninguna og reyna að æfa saman. Þó tæknin hafi stundum verið að stríða okkur þá var gaman að sjá og kynnast öðrum marimba spilurum. Vegna tímamismunar voru Zoom æfingarnar ekki alltaf á hentugum tíma fyrir okkur, en kennarinn (Adrienne) mætti á nokkrar æfinga og hluti af nemenda hópi kom saman í brjáluð veðri seint á laugardagskvöldi. Nemendum fannst skemmtilegt að spila saman og að heyra Bandaríkjamenn reyna að bera fram íslensk nöfn.
Upptaka fer fram í vikunni og svo verða okkar myndbönd send til vinnslu. Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær allt verður tilbúið en myndbandið verður sýnt á YouTube rás Kutandara Center seinna í vor.