Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Tónsköpunarsjóður

Tónsköpunarsjóður

Tónsköpunarsjóður var stofnaður af Bæjarstjórn Húsavíkur árið 1998 og á að styrkja gerð námsefnis á sviði tónlistar.

Skipulagsskrá

 • Sjóðurinn heitir Tónsköpun.
 •  Sjóðurinn er stofnaður af Bæjarstjórn Húsavíkur og er eign Húsavíkurkaupstaðar.
 •  Hlutverk sjóðsins er að styrkja gerð námsefnis á sviði tónlistar.
 •  Starfsmenn á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur, Borgarhólsskóla, Leikskólans Bestabæjar og Leikskólans í Bjarnahúsi geta sótt um styrk til að vinna að gerð námsefnis er nýtist í tónlist.
 •  Styrkjum úr sjóðnum er fyrst og fremst ætlað að greiða vinnuleun vegna gerðar námsefnis. Ganga Námsefni sem unnið er fyrir styrk úr sjóðnum skal vera aðgengilegt þeim stofnunum sem tilgreindar eru í lið 4. án endurgjalds.
 •  Stofnfé sjóðsins er kr. 300.000,-.
 •  Allt það námsefni sem unnið er fyrir styrk úr sjóðnum hefur sjóðurinn rétt á að gefa út næstu 10 árin. Þegar sjóðurinn hefur fengið fyrir útlögðum kostnaði við einstakt verk (þ.e. kostnaði vegna styrks og útgáfu) fær höfundur greidd 10% höfundarlaun.
 • Tekjur sjóðsins skulu vera óskertur söluhagnaður af námsefninu, að frádregnum útgáfukostnaði og höfundarlaunum, gjafafé, arður af stofnfé og eignum sem sjóðnum kunna að áskotnast. Tónlistarskóli Húsavíkur annast sölu námsefnis á vegum sjóðsins og heldur tekjum vegna einstakra verka aðskildum.
 •  Ráðstöfunarfé sjóðsins eru árlegar tekjur hans og stofnfé.
 •  Fræðslunefnd fer með stjórn og eignaumsýslu sjóðsins. Hún úthlutar styrkjum úr sjóðnum að fengnum umsögnum stjórnenda þeirra stofnana er greinir í lið 4.
 •  Reikningsuppgjör sjóðsins er hluti af ársreikningum bæjarsjóðs og endurskoðað af endurskoðendum kaupstaðarins.
 •  Skipulagsskrá þessari verður ekki breytt nema með samþykki Bæjarstjórnar Húsavíkur.
Samþykkt í Fræðslunefnd Húsavíkurkaupstaðar 5. október 1998.
Samþykkt í bæjarstjórn Húsavíkur 13. október 1998.
Tónlistarskóli Húsavíkur - Skólagarði 1 - 640 Húsavík
Sími: 464-7290 - www.tonhus.is -  ritari@tonhus.is

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning