Tónlistarskóli Húsavíkur
Hlutverk Tónlistarskóla Húsavíkur er að stuðla að öflugu tónlistarlífi, jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Áhersla er lögð á að skólinn þjóni öllum þeim sem eftir tónlistarnámi sækjast án tillits til aldurs, ennfremur ber skólanum að taka tillit til margbreytilegra áhugasviða nemenda, getu þeirra og þroska.

Fréttir & tilkynningar

Eftir Guðni Bragason
•
28. nóvember 2025
Norðurþing stendur fyrir tendrun jólatrjáa á þremur stöðum í sveitarfélaginu. Á Húsavík verða ljósin tendruð þann 28. nóvember á Vegamótatorgi. Dagskrá hefst kl. 16:15 Sólveig Halla flytur hugvekju og Katrín sveitarstjóri ávarpar gesti. Band frá Tónlistarskóla Húsavíkur mun flytja nokkur lög og spila undir dansi í kringum jólatréð. Aldrei að vita nema rauðklæddir sveinar verði á svæðinu. Soroptimistakonur verða með heitt kakó til sölu. Enginn posi á staðnum.
Myndataka er óheimil í skólanum nema með sérstöku leyfi. Síminn á aldrei að trufla kennslustund en má notast með leyfi kennara ef þarf.
Símareglur
Tónlistarskóli Húsavíkur hefur þá stefnu að hafa öfluga og fjölhæfa kennara sem koma úr ýmsum áttum tónlistargeirans.


