Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Fréttir

Gefum til góđs

Almennt - ţriđjudagur 22.ágú.17 10:24 - Lestrar 1161

Átt þú blokkflautu sem liggur ónotuð? Tónlistarskólinn óskar eftir notuðum blokkflautum til kennslu við skólann. Um ára bil hefur kennsla farið fram á blokkflautu hjá yngri börnum Borgarhólsskóla og því miklar líkur á að notaðar blokkflautur séu til á öðru hverju heimili á Húsavík. Við biðlum til þeirra sem vilja losa sig við notaðar blokkflautur sem hafa ekki það hlutverk lengur að vera í notkun inn á heimilum bæjarbúa. Koma má með blokkflauturnar á skrifstofu skólans, þær verða svo hreinsaðar og komið í hendur barnanna, meiningin er að skólinn eigi sínar eigin blokkflautur.

 

Gefum til góðs

Með bestu kveðju, starfsfólk Tónlistarskóla Húsavíkur.


Til baka

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning