Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Fréttir

Íslensk danslög, ţjóđlög, kvćđalög og tvísöngur.

Almennt - miđvikudagur 29.mar.17 10:31 - Lestrar 1590

Námskeið í Tónlistarskóla Húsavíkur 1. apríl frá kl. kl. 11:00 - 16:45

Kennarar: Benjamín Beck, klarinettuleikari frá Danmörku, Wilma Young, fiðluleikari frá Skotlandi og Guðrún Ingimundardóttir.

 

Síðastliðin fjögur ár hefur Benjamín Beck dvalið langtímum á Íslandi við að rannsaka tengingu á milli norrænu danstónlistarinnar og íslensku fiðlutónlistarinnar sem sterkust var í Þingeyjarsýslu á 19. öld og fram á þá 20. Fæstir Íslendingar þekkja til þessarar tónlistar þótt hún hafi spilað stórt hlutverk í lífi fólks á sínum tíma. Í vetur hefur Wilma Yong slegist í lið með Benjamin og munu þau koma til Húsavíkur laugardaginn 1. apríl til að segja frá uppgvötunum og óvissuþáttum sem rannsóknin hefur leitt í ljós og hvernig þessi danstónlist á Íslandi tengist þeirri norrænu. Þau munu einnig halda námskeið fyrir nemendur tónlistarskólans þar sem þau kenna nokkur þessara laga og íslens þjóðlög. Með í för verður Guðrún Ingimundardóttir sem mun halda námskeið í íslenskum kvæðasöng, kenna nokkrar perlur þingeyskra þjóðlaga og gömul tvísöngvana. Mælt er með því að nemendur taki upp lögin og kennsluna til að nýta og njóta síðar.

Kynning Benjamins sem hefst kl. 11:00 og námskeiðin, sem skiptast í nokkra hópa, verða frá kl. 13:00-16:45 skv. eftirfarandi.

 

Hljóðfæranámskeið - Íslensk dans- og þjóðlög

1. 13:00 - 14:30 Byrjendur: Lærið að spila íslensk þjóðlög af ýmsum gerðum

a.Tréblásara- og harmonikunemendur - kennari Benjamin Beck

b. Strengjanemendur - kennari Wilma Young

2. 15:00 - 16:45 Lengra komnir: Þetta er tækifæri til að kynnast gleymdum

 gersemum í íslensku tónlistarlífi. Lögin sem kennd verða voru leikin í

Þingeyjarsýslu á 19. öld en eru nú af flestum gleymd.

a. Tréblásara- og harmonikunemendur - kennari Benjamin Beck

b. Strengjanemendur - kennari Wilma Yong

Söngnámskeið: Þjóðlög úr Þingeyjarsýslu, kvæðalög og tvísöngur

A. 13:00 - 14:30 Læriða að syngja nokkrar perlur þingeyskra þjóðlaga, ásamt

 kvæðalögum víðs vegar að af landinu. Allir velkomnir.

B. 15: - 16:45 Lærið að syngja íslensku tvísöngvana sem lifðu með þjóðinni í um 700 ár.


Enginn námskeiðskostnaður


Til baka

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning