Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Vorönn

  Almennt - ţriđjudagur 10.jan.17 12:45 - Lestrar 168
  tónlistarskólans hefst mánudaginn 23. janúar. Þeir nemendur sem stunda nám á haustönn sitja fyrir og þurfa ekki að sækja sérstaklega um, þeir nemendur sem huga að einhverjum breytingum eru beðnir að ræða það við kennara sinn. Umsóknir fyri vorönn skilist inn til ritara fyrir miðvikudaginn 18. janúar.

 • Flautudagur í Hofi 6. nóvember

  Almennt - fimmtudagur 1.des.16 10:46 - Lestrar 464

  Flautudagur í Hofi 6. nóvember.

  Nokkrir þverflautukennarar á Norðurlandi tóku sig saman og blésu til “Flautudags í Hofi”

  6. nóvember s.l.  Öllum þverflautunemendum sem komnir  eru nokkuð áleiðis í grunnnámi og uppúr var boðið að koma og spila saman. Hugmyndin með þessum degi var að efla tengslanetið á landsbyggðinni, þannig að nemendur kynntust fleiri krökkum sem eru að fást við það sama og öðrum kennurum. Eins með  kennarana, þeir  hittust, bæru saman bækur sínar og lærðu hver af öðrum. Þetta var því mikil hvatning fyrir nemendur og kennara. Dagskráin stóð yfir frá kl. 11-17 þar sem æft var í hópum, borða, leikið og spjallað saman og endaði dagurinn á tónleikum kl. 16:00, þar sem leikin voru þau lög sem æfð höfðu verið saman.

   

   

  Frá Tónlistarskóla Húsavíkur fóru 4 nemendur, Sigríður Lóa Víðisdóttir og Guðmundur Kjartan Kjerúlf í grunnnámshóp og Lea Hrund Hafþórsdóttir og Heiðrún Magnúsdóttir í miðnámshóp. Kennari þeirra er Adrienne D. Davis.


 • Gítartónleikar

  Almennt - fimmtudagur 29.sep.16 09:42 - Lestrar 730

  Kristinn H Árnason gítarleikari heldur tónleika í sal Borgarhólsskóla sunnudaginn 2. október kl. 15:30.

  Nemendur tónlistarskólans eru sérstaklega hvattir til að mæta.

  Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis.

 • Bláfjall ehf. styrkir Heiltón

  Almennt - föstudagur 26.ágú.16 10:11 - Lestrar 1057

  Bláfjall ehf. veitti Heiltóni - hollvinasamtökum Tónlistarskóla Húsavíkur nýlega styrk upp á kr. 300.000. Afhendingin fór fram fyrir framan Borgarhólsskóla þar sem Tónlistarskólinn er til húsa. Eigendur, eða öllu heldur fyrrum eigendur Bláfjalls, því fyrirtækið hefur verið selt, þau Garðar Héðinsson og Jóhanna Kristjánsdóttir, hvöttu önnur fyrirtæki að feta í þeirra fótspor og styrkja Heiltón. Að sögn stjórnarkvenna í Heiltóni, sem þökkuðu þetta glæsilega framlag til tónlistaruppeldis á Húsavík, mun styrkurinn renna til hljóðfærakauoa, en fyrirhugað er að fara í endurnýjun á hljóðfærum Tónlistarskóla Húsavíkur á haustdögum. Bláfjall ehf. hefur einkum verið sýnilegt Þingeyingum og grönnum þeirra á hátíðisdögum á borð við Sjómannadag, 17. júní og á Mærudögum, en starfsemin hefur snúist um útleigu á svokölluðum hoppiköstulum og öðrum uppblásnum leiktækjum. Þegar Heiltónn var stofnaður um árið voru þrír þungavigtamenn í tónlistarlífi Húsavíkur gerðir að heiðursfélögum, þeir Sigurður Hallmarsson, Reynir Jónasson og Benedikt Helgason. Fjórði heiðursfélaginn hefur nú bæst í hópinn, söngkennarinn, stjórnandinn og söngkonan Hólmfríður Benediktsdóttir og er vel að þeim heiðri kominn eins og allir vita. Þeir sem vilja styrkja Heiltón, og þar með hið góða starf sem unnið er í Tónlistarskóla Húsavíkur, er bent á reikningsnúmer félagsins: 0567-14-400560 kt. 580509-1420.

  Mynd fengin að láni á 640.is - frétt kom í Skarpi 18.08. 2016


 • Innritun á haustönn 2016

  Almennt - mánudagur 30.maí.16 11:59 - Lestrar 1313

  Frá Tónlistarskóla Húsavíkur

   

  Innritun á haustönn 2016

   

  Innritun í Tónlistarskóla Húsavíkur fer fram

  miðvikudaginn 24. ágúst, fimmtudaginn 25. ágúst  og föstudaginn 26. ágúst

  frá kl. 09:00 til 16:00 alla dagana á skrifstofu skólans.

   

  Einnig er tekið á móti umsóknum í síma 464-7290.

  Slóð á heimasíðu er: www.tonhus.is

   

  Eftirtaldar námsgreinar eru í boði

  blokkfauta - þverflauta - klarínett - saxófónn - fiðla - píanó - harmóníka-söngur - gítar - bassi.

   


 • Tónleikar

  Almennt - ţriđjudagur 29.mar.16 11:20 - Lestrar 1885


  Gítartónleikar

  í Safnahúsinu á Húsavík

  Arnaldur Arnarson gítarleikari heldur tónleika í Safnahúsinu á Húsavík laugardaginn 2. apríl kl. 16:00.

  Fjölbreytt efnisskrá

  Aðgangseyrir kr. 2000.-

  Enginn posi á staðnum

  Enginn aðgangseyrir fyrir nemendur tónlistarskólans.                                                                                                                                

  Efnisskrá:

  Luise Walker:       Canción argentina (Triste)

  (1910-1998)

  Fernando Sor:       Inngangur og tilbrigði um Malbroug, op. 28

  (1778-1839)

  Gaspar Cassadó:       Catalanesca

  (1897-1966)

  Alexandre Tansman:       Suite “in modo polonico”

  (1897-1986)       - Entrée

  - Galliarde

  - Kujawiak (Mazurka lente)

  - Tempo de Polonaise

  - Kolysanka

  - Oberek (Mazurka vive)

  Þorsteinn Hauksson:       Toccata

  (1949)

  Elsa Olivieri Sangiacomo:       Due canzoni italiane

  (1894-1996)

  Mario Castelnuovo-Tedesco:       Variations plaisantes

  (1895-1968)       (tilbrigði um franska þjóðlagið

  “J’ai du bon tabac”)


moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning